Ábyrg bankaþjónusta

Arion banki er fjárhagslega sterkur banki sem veitir alhliða fjármálaþjónustu til fyrirtækja og einstaklinga með það að markmiði að skapa verðmæti til framtíðar, viðskiptavinum, hluthöfum, samstarfsaðilum og samfélaginu öllu til góða. Yfirskrift stefnu bankans um samfélagsábyrgð er Saman látum við góða hluti gerast og felur meðal annars í sér að bankinn vilji vera öðrum fyrirmynd um ábyrga og arðbæra viðskiptahætti sem taka mið af umhverfi, efnahagslífi og því samfélagi sem bankinn starfar í.

Large-kona-madur-ahorfendur-hvitt-bak.jpg

Gildi Arion banka köllum við hornsteina og eiga þeir að vera leiðbeinandi við ákvarðanatöku og í öllu sem stjórnendur og starfsfólk bankans segir og gerir. Hornsteinarnir koma inn á hlutverk, hugarfar og hegðun en þeir eru: gerum gagn, látum verkin tala og komum hreint fram. Siðareglur bankans eru síðan viðmið fyrir starfsfólk til að stuðla að ábyrgri ákvarðanatöku og eru samþykktar af stjórn.

Stefna Arion banka um samfélagsábyrgð

Við viljum vera öðrum fyrirmynd um ábyrga og arðbæra viðskiptahætti sem taka mið af umhverfi, efnahagslífi og því samfélagi sem við störfum í. Við setjum okkur í spor viðskiptavina og leitumst stöðugt við að gera betur í dag en í gær.

Við störfum á eftirsóknarverðum vinnustað þar sem þekking skapar verðmæti til framtíðar, viðskiptavinum, fjárfestum og samfélaginu öllu til góða.

Á myndinni fyrir neðan má sjá helstu hagsmunaðila Arion banka og áhersluatriði varðandi samfélagsábyrgð.

Vegferðin

Frá stofnun Arion banka hafa starfsfólk og stjórnendur lagt metnað sinn í að veita ábyrga bankaþjónustu. Árið 2016 var stefna um samfélagsábyrgð uppfærð og kynnt starfsfólki og síðan þá hefur fjölda verkefna verið komið í farveg, bæði á sviði samfélags- og umhverfismála.

Nánar um vegferðina

Þægilegri
bankaþjónusta

Við viljum vera fremsti stafræni bankinn á Íslandi og bjóða viðskiptavinum víðtæka fjármálaráðgjöf.

Nánar

 

Skapandi
efnahagslíf

Við vinnum markvisst með og fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki og stuðlum að skapandi efnahagslífi.

Nánar

Eftirsóknarverður vinnustaður

Við kappkostum að búa vel að öllu starfsfólki og starfsumhverfið er jákvætt og hvetjandi.

Nánar

Virðing fyrir
umhverfinu

Við berum virðingu fyrir umhverfinu og endurspeglum það í rekstri fyrirtækisins.

Nánar

Ábyrgir og arðsamir viðskiptahættir

Við viljum vera til fyrirmyndar þegar kemur að ábyrgum rekstri og góðum viðskiptaháttum.

Nánar

Stuðningur við samfélagið

Við erum í samstarfi við fjölda félagasamtaka og fyrirtækja í samfélaginu.

Nánar

Skýrslugjöf um samfélagsábyrgð

Hjá Arion banka leggjum við áherslu á að samfélagsábyrgð sé hluti af daglegri starfsemi bankans, ákvarðanatöku og ferlum. Í stað þess að útbúa sérstaka skýrslu um samfélagsábyrgð er skýrslugjöf um ófjárhagslega þætti og áhrif starfseminnar samtvinnuð ársskýrslunni.

Í ár eru fyrstu skrefin stigin í átt að upplýsingagjöf samkvæmt Global Reporting Initiative staðalinum, GRI Core, sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að miðla upplýsingum tengdum samfélagsábyrgð á gagnsæjan hátt. Einnig er horft til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, 10 grundvallarviðmiða Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð, og viðmiða Nasdaq á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum sem snúa að ófjárhagslegri upplýsingagjöf og lykilmælikvörðum.

Ófjárhagslegar upplýsingar
GRI tilvísunartafla

Skuldbindingar og vottanir

  • Jafnréttissáttmáli UN Women og UN Global Compact frá árinu 2014

  • Loftslagsyfirlýsing Festu og Reykjavíkurborgar árið 2015

  • Jafnlaunavottun VR árið 2015, fyrstur íslenskra banka og jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins árið 2018, sömuleiðis fyrstur banka

  • UN Global Compact, sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um innleiðingu ábyrgra starfshátta frá árslokum 2016

  • Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum að mati Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti frá 2015

  • Meginreglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar, UN PRI, frá 2017

 

 

Hagsmunaaðilarnir okkar

Viðskiptavinir Arion banka, fjárfestar, mannauðurinn okkar og samfélagið í heild eru okkar helstu hagsmunaaðilar. Við hjá Arion banka gerum okkur grein fyrir mikilvægi þess að eiga í samskiptum við og hlusta á mismunandi þarfir þessara hópa og skilja væntingar þeirra.

Nánar um hagsmunaaðila

Birgjar

Í samræmi við það meginmarkmið í stefnu bankans að skapa verðmæti til framtíðar viðskiptavinum, hluthöfum, samstarfsaðilum og samfélaginu öllu til góða leitar bankinn í nærumhverfi sitt eftir þjónustu eins og frekast er unnt að því gefnu að birgjar standist kröfur um gæði og hagkvæmni.

Nánar um birgja