GRI tilvísunartafla

Í ár eru fyrstu skref stigin í átt að upplýsingagjöf samkvæmt Global Reporting Initiative staðalinum, GRI Core, sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að miðla upplýsingum tengdum samfélagsábyrgð á gagnsæjan hátt. Upplýsingar sem settar eru fram í GRI tilvísunartöflu gilda fyrir árið 2018 og tengjast meginstarfsemi Arion banka.

Í umfjöllun um samfélagsábyrgð, samantekt fyrir ófjárhagslegar upplýsingar og í GRI tilvísunartöflu er horft til viðmiða Nasdaq á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum sem snúa að ófjárhagslegri upplýsingagjöf en einnig til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og 10 grundvallarviðmiða Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. Við val á efnisatriðum var gerð greining á hvaða gögn mögulegt væri að birta í ár en upplýsingar eru ekki tæmandi um þau áhrif sem Arion banki hefur á samfélag, umhverfi og efnahag. Í ár var lögð áhersla á að uppfylla þá þætti sem snúa að lýsingu á starfseminni, samfélagslegum áhrifum hennar, mannauði og umhverfisáhrifum.

Á árinu 2019 verður unnið að því að upplýsa um fleiri ófjárhagslega þætti í starfseminni.

Gögn sem snúa að samfélagábyrgð og ófjárhagslegum upplýsingum í ársskýrslu hafa ekki verið endurskoðuð af þriðja aðila. Samantekt á ófjárhagslegum upplýsingum fyrir árið 2018 var unnin í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Klappir Grænar Lausnir hf. Klappir sérhæfa sig í ráðgjöf og vef- og viðskiptalausnum fyrir þætti sem falla undir samfélagsábyrgð og sjálfbærni í rekstri. Slík aðstoð frá þriðja aðila tryggir betur áreiðanleika og gæði þeirra gagna sem sett eru fram.

Fjárhagsupplýsingar hafa verið endurskoðaðar og staðfestar af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.