Þjónustusvið

Eignastýringarsvið

Eignastýringarsvið Arion banka, ásamt dótturfélögum, er leiðandi í eignastýringu á Íslandi með yfir 970 ma. kr. í stýringu. Sviðið skiptist í eignastýringu fagfjárfesta, einkabankaþjónustu, fjárfestingarþjónustu og rekstur lífeyrissjóða. 

Nánar

Fjárfestingarbankasvið

Fjárfestingarbankasvið Arion banka leiðir saman kaupendur og seljendur á fjármálamarkaði og veitir fyrirtækjum og fjárfestum ráðgjöf um uppbyggingu rekstrar og efnahags. Helstu þjónustuþættir fjárfestingarbankasviðs er miðlun verðbréfa og gjaldeyris, fyrirtækjaráðgjöf og greining.

Nánar

 

Fyrirtækjasvið

Fyrirtækjasvið veitir stórum fyrirtækjum alhliða fjármálaþjónustu sem og sérsniðnar lausnir sem taka mið af þörfum þeirra hverju sinni. Mörg af stærstu fyrirtækjum landsins eiga farsælt viðskiptasamband að baki við fyrirtækjasvið og hafa verið viðskiptavinir bankans í áraraðir.

Nánar

 

Viðskiptabankasvið

Á viðskiptabankasviði Arion banka fá einstaklingar og fyrirtæki vandaða og fjölbreytta fjármálaþjónustu hvar og hvenær sem er. Bankinn starfrækir 20 útibú auk þjónustuvers ásamt því að gera viðskiptavinum sínum kleift að sinna sínum fjármálum í gegnum netbanka, vef, app og aðrar stafrænar lausnir.

Nánar