Regluvarsla

Regluvarsla er sjálfstæð stjórnunareining sem heyrir undir bankastjóra og starfar samkvæmt erindisbréfi frá stjórn. Regluvörður er Hákon Már Pétursson.

Hlutverk regluvörslu er að tryggja með skilvirkum fyrirbyggjandi aðgerðum að Arion banki starfi í hvívetna í samræmi við lög, reglur og góða viðskiptahætti og stuðla að góðri fyrirtækjamenningu hvað þetta varðar.

  • Regluvarsla veitir yfirsýn yfir gildandi lagakröfur og ábyrgð og stuðlar að því að starfsfólk þekki og skilji skyldur sínar og fái viðeigandi fræðslu, ráðgjöf og upplýsingar um þær kröfur sem gerðar eru til verklags hverju sinni.

  • Regluvarsla stuðlar að því að innra eftirlit sé skilvirkt og að brugðist sé við frávikum.

  • Regluvarsla stendur vörð um að þjónusta bankans sé ekki misnotuð og gætir þess að bankinn þekki mótaðila sína, eðli sérhvers viðskiptasambands og skyldur sínar þar að lútandi.

  • Regluvarsla hvetur til gagnsæis og gætir þess að upplýsingagjöf til viðskiptavina, fjárfesta og stjórnvalda sé fullnægjandi.

  • Regluvarsla hvetur til ábyrgrar meðferðar trúnaðarupplýsinga.

Öryggisstjóri er hluti af regluvörslu en starfar sjálfstætt fyrir öryggisnefnd bankans. Hlutverk öryggisstjóra er að hafa eftirlit með því að bankinn uppfylli kröfur um öryggi upplýsinga, gagna, fjármuna og annarra verðmæta. Þór Tjörvi Einarsson er öryggisstjóri bankans.