Fjármálasvið

Fjármálasvið miðlar fjármagni með arðbærum og skilvirkum hætti innan Arion banka og sér til þess að lausafjárstaða bankans sé ávallt í samræmi við kröfur stjórnar og eftirlitsaðila. Sviðið útvegar lánsfjármagn á innlendum og erlendum mörkuðum á hagstæðum kjörum sem gera bankanum enn betur kleift að þjónusta viðskiptavini. Fjármálasvið sér einnig um markaðsvakt sem stuðlar að auknum seljanleika hluta- og skuldabréfa á íslenskum verðbréfamarkaði. Fjármálasvið gerir árs- og árshlutareikninga bankans og annast margs konar skýrslugjöf. Þannig stuðlar fjármálasvið að því að stjórn, hinar ýmsu einingar bankans, dótturfélög og bankinn í heild nái hámarksárangri fyrir viðskiptavini, starfsfólk og hluthafa. Fjármálasvið annast jafnframt skýrslugjöf til eftirlitsaðila og uppfyllir þannig kröfur sem eru undirstaða starfsleyfis. Þá er það markmið fjármálasviðs að tryggja öllu starfsfólki bankans gott vinnuumhverfi sem styður það í verkefnum þess. Framkvæmdastjóri sviðsins er Stefán Pétursson.

Large-kona-madur-skak-tafl-leikur-hvitt-bak.jpg

Fjármögnun útvegar stöðuga fjármögnun á hagstæðum kjörum sem styrkir samkeppnishæfni bankans og gerir hann betur í stakk búinn til þess að þjónusta viðskiptavini sína.

Fjárstýring stýrir og miðlar fjármagni með skilvirkum hætti á milli eininga bankans. Deildin er miðstöð alls fjármagns í bankanum og sér um miðlun á innstæðum viðskiptavina, heildsölufjármögnun, gjaldeyri og öðrum fjármálaafurðum. Deildin stýrir einnig lausu fé og viðheldur jafnvægi í rekstri og efnahag bankans í samræmi við áhættuvilja stjórnar og reglur eftirlitsaðila. Fjárstýring sinnir hlutverki sínu á arðbæran og skilvirkan hátt.

Reikningshald sér um gerð árs- og árshlutareikninga og veitir auk þess réttar og tímanlegar upplýsingar sem stuðla að bættum rekstri. Störf deildarinnar miða að því að auka traust hluthafa, stjórnar, eftirlitsaðila og almennings.

Hagdeild annast skýrslu- og upplýsingagjöf til eftirlitsaðila en regluleg skil á ýmsum upplýsingum eru ein af forsendum starfsleyfis bankans. Hagdeild styður einnig við ákvarðanatöku í Arion banka með því að veita stjórn og starfsmönnum upplýsingar og gögn.

Kostnaður og launavinnsla heldur utan um rekstrarkostnað bankans og veitir upplýsingar þar að lútandi. Deildin sinnir einnig virku kostnaðareftirliti og styður þar með við að kostnaðarhlutfall sé í samræmi við markmið og stuðlar að aukinni kostnaðarvitund innan bankans.

Innkaupastýring hefur það hlutverk að samræma innkaup bankans. Markmiðið með skýrri og öflugri innkaupastýringu er að ná fram umtalsverðri hagræðingu í rekstri. Styrk stýring innkaupa eflir jafnframt samband bankans við birgja hans og tryggir honum bestu kjör.

Fasteignir og rekstur hefur það hlutverk að sjá um rekstur og fjárfestingu í húsnæði bankans. Deildin sér einnig fullnustueignir og sölu á þeim sem og veitingaþjónustu og aðra þjónustu við starfsfólk og viðskiptavini.