Umboðsmaður viðskiptavina
Umboðsmaður viðskiptavina er skipaður af og heyrir beint undir bankastjóra. Helgi G. Björnsson er umboðsmaður viðskiptavina Arion banka.
Hlutverk umboðsmanns er að gæta þess að ferli varðandi meðhöndlun mála viðskiptavina okkar séu gagnsæ, sanngjörn og hlutlæg. Jafnframt að viðskiptavinum sé ekki mismunað, áþekk mál fái sambærilega meðhöndlun, verklag og aðferðafræði sé þekkt og ákvarðanir rökstuddar og skráðar.
Í vinnu umboðsmanns er lögð áhersla á samvinnu við starfsfólk og stjórnendur bankans við úrlausn mála. Á vefsíðu bankans er að finna nánari upplýsingar um umboðsmann viðskiptavina og réttarúræði viðskiptavina.
Heildarfjöldi mála einstaklinga og fyrirtækja á árinu 2018 voru alls 126, samanborið við 162 mál árið 2017.
Arion banki hefur í tengslum við reglur FME um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti sett sér stefnu um meðferð kvartana og skráningu þeirra. Stefna bankans hefur verið birt á vefsíðu bankans.