GRI tilvísunartafla
Í ár eru fyrstu skref stigin í átt að upplýsingagjöf samkvæmt Global Reporting Initiative staðalinum, GRI Core, sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að miðla upplýsingum tengdum samfélagsábyrgð á gagnsæjan hátt. Upplýsingar sem settar eru fram í GRI tilvísunartöflu gilda fyrir árið 2018 og tengjast meginstarfsemi Arion banka.
Í umfjöllun um samfélagsábyrgð, samantekt fyrir ófjárhagslegar upplýsingar og í GRI tilvísunartöflu er horft til viðmiða Nasdaq á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum sem snúa að ófjárhagslegri upplýsingagjöf en einnig til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og 10 grundvallarviðmiða Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. Við val á efnisatriðum var gerð greining á hvaða gögn mögulegt væri að birta í ár en upplýsingar eru ekki tæmandi um þau áhrif sem Arion banki hefur á samfélag, umhverfi og efnahag. Í ár var lögð áhersla á að uppfylla þá þætti sem snúa að lýsingu á starfseminni, samfélagslegum áhrifum hennar, mannauði og umhverfisáhrifum.
Á árinu 2019 verður unnið að því að upplýsa um fleiri ófjárhagslega þætti í starfseminni.
Gögn sem snúa að samfélagábyrgð og ófjárhagslegum upplýsingum í ársskýrslu hafa ekki verið endurskoðuð af þriðja aðila. Samantekt á ófjárhagslegum upplýsingum fyrir árið 2018 var unnin í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Klappir Grænar Lausnir hf. Klappir sérhæfa sig í ráðgjöf og vef- og viðskiptalausnum fyrir þætti sem falla undir samfélagsábyrgð og sjálfbærni í rekstri. Slík aðstoð frá þriðja aðila tryggir betur áreiðanleika og gæði þeirra gagna sem sett eru fram.
Fjárhagsupplýsingar hafa verið endurskoðaðar og staðfestar af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.
Upplýsingar um Arion banka | ||||
---|---|---|---|---|
102-1 | Nafn fyrirtækis | Arion banki hf. | ||
102-2 | Lýsing á starfsemi, þjónustu og vörum | Um Arion banka | ||
102-3 | Staðsetning höfuðstöðva | Borgartún 19, 105 Reykjavík | ||
102-4 | Staðsetning starfsstöðva | Útibú og þjónusta | ||
102-5 | Eignarhald og lögform | Hlutir og hluthafar | ||
102-6 | Markaðir | Um Arion banka | ||
102-7 | Stærð og umfang fyrirtækis | Ófjárhagslegar upplýsingar: Samfélag Mannauður Ársreikningur |
||
102-8 | Samsetning vinnuafls eftir eðli starfa, samningum og staðsetningu starfsstöðva | Ófjárhagslegar upplýsingar: Samfélag Mannauður |
||
102-9 | Aðfangakeðja félagsins | Birgjar | ||
102-10 | Mikilvægar breytingar á félaginu og aðfangakeðju | Helstu atburðir ársins | ||
102-11 | Útlistun á beitingu varúðarákvæða eða aðferða innan fyrirtækisins |
Áhættuskýrsla |
||
102-12 | Utanaðkomandi sáttmálar um fjárhagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg málefni eða önnur verkefni sem fyrirtækið hefur innleitt eða styður | Ábyrg bankaþjónusta: Skuldbindingar og vottanir | ||
102-13 | Aðild að samtökum og/eða íslenskum/alþjóðlegum þrýstihópum þar sem fyrirtækið á fulltrúa í stjórn, tekur þátt í verkefnum, leggur til fé eða lítur á aðild sem mikilvæga | Ábyrg bankaþjónusta: Skuldbindingar og vottanir Einnig á bankinn aðild að Samtökum atvinnulífsins, Samtökum fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráði. |
||
Stefna | ||||
102-14 | Yfirlýsing frá æðsta stjórnanda fyrirtækis | Ávarp stjórnarformanns og ávarp bankastjóra | ||
Siðferði og heilindi | ||||
102-16 | Gildi, grundvallarreglur og viðmið í starfseminni | Stefna og framtíðarsýn Siðareglur |
||
Stjórnarhættir | ||||
102-18 | Stjórnskipulag | Stjórnarhættir: Stjórn og undirnefndir Vegferðin |
||
102-20 | Ábyrgð á framkvæmdastjórnarstigi á efnahags-, umhverfis og samfélagslegum þáttum | Vegferðin | ||
102-22 | Samsetning stjórnar og nefnda á vegum stjórnar | Stjórnarhættir: Stjórn og undirnefndir | ||
102-23 | Upplýsingar um hvort stjórnarformaður er einnig framkvæmdastjóri | Stjórnarformaður er ekki í framkvæmdastjórn | ||
102-24 | Tilnefning og val í stjórn | Starfsreglur tilnefningarnefndar | ||
102-25 | Hagsmunaárekstrar | Upplýsingar um aðgerðir til að forðast hagsmunaárekstra eru aðgengilegar í starfsreglum stjórnar Listi yfir tengda aðila er til staðar innan bankans en er ekki birtur opinberlega. Upplýsingar um stærstu hluthafa er að finna hér. |
||
102-26 | Hlutverk stjórnar í að setja gildi og stefnur | Starfsreglur stjórnar | ||
102-32 | Æðsti stjórnandi sem formlega metur og samþykkir sjálfbærniskýrslu og tekur ábyrgð á að allir efnisþættir séu útlistaðir og metnir | Bankastjóri | ||
102-33 | Upplýsingar um hvernig mikilsháttar málefnum er miðlað til stjórnar | Starfsreglur stjórnar | ||
Hagsmunaaðilar og félagafrelsi | ||||
102-40 | Listi yfir hagsmunaðila | Ábyrg bankaþjónusta: Stefna Arion banka um samfélagsábyrgð | ||
102-41 | Hlutfall starfsfólks sem á aðild að kjarasamningum eða starfar samkvæmt lögum á vinnumarkaði | 100% | ||
102-42 | Aðferðir við val á hagsmunaðilum | Vegferðin | ||
102-43 | Nálgun á samskiptum við hagsmunaaðila | Hagsmunaðilar | ||
102-44 | Helstu atriði og málefni sem hafa komið upp hjá hagsmunaðilum | Hagsmunaðilar | ||
Viðfangsefni skýrslunnar | ||||
102-45 | Eignir í samstæðureikningi | Ársreikningur | ||
102-46 | Ferlið við ákvörðun efnisvals skýrslunnar | GRI tilvísunartafla | ||
102-47 | Listi yfir efni sem hefur verið valið í skýrsluna | GRI tilvísunartafla | ||
102-48 | Breyttar forsendur upplýsingagjafar í skýrslu | Á ekki við | ||
102-49 | Breytingar á skýrslugjöf | Á ekki við | ||
102-50 | Tímabil sem upplýsingar í skýrslunni ná til | Árið 2018 nema annað sé tekið fram | ||
102-51 | Upplýsingar um hvenær síðasta skýrsla var gefin út | Á ekki við | ||
102-52 | Tíðni skýrslu | Árlega | ||
102-53 | Tengiliðir vegna upplýsinga er varða skýrsluna og efni hennar | Samskiptasvið Arion banka, samskiptasvid@arionbanki.is | ||
102-54 | Lýsing á fylgni við GRI staðalinn | Þessi skýrsla hefur verið gerð í samræmi við GRI Core staðalinn | ||
102-55 | Lýsing á GRI tilvísunartöflu | Í tilvísunartöflunni eru textar og vefslóðir á það efni sem við á hverju sinni. | ||
102-56 | Staðfesting ytri aðila á efni skýrslunnar | Gögn sem snúa að samfélagábyrgð og ófjárhagslegum upplýsingum í ársskýrslu hafa ekki verið endurskoðuð af þriðja aðila. Samantekt á ófjárhagslegum upplýsingum fyrir árið 2018 var unnin í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Klappir Grænar Lausnir hf. Slík aðstoð frá þriðja aðila tryggir betur áreiðanleika og gæði þeirra gagna sem sett eru fram. Fjárhagsupplýsingar hafa verið endurskoðaðar og staðfestar af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte. |
||
Efnahagur | ||||
Fjárhagsleg frammistaða | ||||
201-1 | Bein verðmætasköpun og -dreifing | Ársreikningur | ||
201-3 | Yfirlit yfir skuldbindingar fyrirtækis vegna lífeyrisgreiðslna | Samkvæmt kjarasamningum greiðir starfsfólk 4% af launum sínum í samtryggingarlífeyrissjóð og Arion banki greiðir 6% mótframlag. Bankinn greiðir 2% af heildarlaunum starfsmanns í séreignarsjóð fyrstu þrjú starfsárin en 7% eftir það. | ||
201-4 | Fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum | Arion banki fékk enga fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum árið 2018 | ||
Óbein efnahagsleg áhrif | ||||
203-1 | Fjárfestingar í innviðum og þjónustu samfélagsins | Skapandi efnahagslíf Fyrirtækjasvið Upplýsingatæknisvið |
||
203-2 | Veruleg óbein efnahagsleg áhrif | Skapandi efnahagslíf Fyrirtækjasvið Upplýsingatæknisvið |
||
Öflun aðfanga | ||||
204-1 | Hlutfall innkaupa frá birgjum úr nærsamfélagi | Birgjar | ||
Umhverfið | ||||
Orkunotkun | ||||
302-1 | Orkunotkun í starfseminni | Ófjárhagslegar upplýsingar: Umhverfi Ófjárhagslegar upplýsingar: Aðferðafræði við umhverfisuppgjör |
||
302-3 | Orkunotkun í hlutfalli við umfang fyrirtækis | Ófjárhagslegar upplýsingar: Umhverfi | ||
Losun gróðurhúsalofttegunda | ||||
305-1 | Bein losun gróðurhúsalofttegunda (umfang 1) | Ófjárhagslegar upplýsingar: Umhverfi Ófjárhagslegar upplýsingar: Aðferðafræði við umhverfisuppgjör |
||
305-2 | Óbein losun gróðurhúsalofttegunda (umfang 2) | Ófjárhagslegar upplýsingar: Umhverfi Ófjárhagslegar upplýsingar: Aðferðafræði við umhverfisuppgjör |
||
305-3 | Önnur óbein losun gróðurhúsalofttegunda (umfang 3) | Ófjárhagslegar upplýsingar: Umhverfi Ófjárhagslegar upplýsingar: Aðferðafræði við umhverfisuppgjör |
||
305-4 | Kolefnisvísar í starfseminni | Ófjárhagslegar upplýsingar: Umhverfi | ||
Sorp | ||||
306-2 | Úrgangur eftir tegundum og förgunaraðferðum | Ófjárhagslegar upplýsingar: Umhverfi | ||
Fylgni við lög og reglur | ||||
307-1 | Sektir og viðurlög sem fyrirtækið hefur sætt vegna brota gegn umhverfisverndarlögum | Engin brot eða sektir | ||
Samfélagið | ||||
Mannauður | ||||
401-1 | Nýráðningar og starfsmannavelta eftir aldri, kyni og landssvæðum | Ófjárhagslegar upplýsingar: Samfélag | ||
401-3 | Fæðingarorlof |
Upplýsingar um heildarfjölda starfsfólks sem átti rétt á fæðingarorlofi og tók orlof eftir kyni eru aðgengilegar hér. Upplýsingar um heildarfjölda starfsfólks sem snéri til baka og var enn starfandi hjá bankanum 12 mánuðum eftir endurkomu eru ekki tiltækar. |
||
Heilsa og öryggi starfsfólks | ||||
403-3 | Heilsusamlegt vinnuumhverfi | Mannauður | ||
403-6 | Aðgerðir til að styðja almennt við góða heilsu starfsfólks | Mannauður | ||
Þjálfun og fræðsla | ||||
404-1 | Meðaltími fræðslu og þjálfunar starfsfólks | Ófjárhagslegar upplýsingar: Samfélag Mannauður |
||
404-2 | Verkefni sem snúa að því að viðhalda og auka þekkingu starfsfólks og aðgerðir til að aðstoða starfsfólk við að aðlagast starfslokum |
Arion banki leggur metnað sinn í að vanda til viðskilnaðar við starfsfólk sitt og miðar verklag að því að styðja við starfsfólk við starfslok með margvíslegum hætti. Mannauður |
||
404-3 | Hlutfall þeirra sem fá reglulega endurgjöf á frammistöðu og þróun í starfi | Allt starfsfólk Arion banka fær reglulega endurgjöf. Sjá umfjöllun um hagsmunaðila. | ||
Fjölbreytileiki og jöfn tækifæri | ||||
405-1 | Fjölbreytileiki meðal stjórnenda og starfsfólks eftir kyni og aldri | Ófjárhagslegar upplýsingar: Samfélag Mannauður |
||
405-2 | Heildarlaun kvenna í samanburði við heildarlaun karla | Niðurstöður jafnlaunavottunar Arion banka eru aðgengilegar hér. Mannauður |
||
Mismunun | ||||
406-1 | Fjöldi tilkynntra tilfella um mismunun og aðgerðir til að bregðast við þeim | Þrjú mál komu til skoðunar árið 2018 í tengslum við einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreitni og ofbeldi. Stuðst var við viðeigandi ferla við úrlausn mála. | ||
Nærsamfélagið | ||||
413-2 | Starfsemi sem hefur verulega neikvæð eða mögulega neikvæð áhrif á nærsamfélag sitt | Stakksberg | ||
Opinberar stefnur | ||||
415-1 | Framlög til stjórnmálaflokka, stjórnmálamanna og tengdra aðila | Engin framlög voru árið 2018 til stjórnmálastarfs | ||
Markaðssetning | ||||
417-2 | Tilfelli þar sem ekki var farið eftir lögum og reglum varðandi vörur og þjónustu | Engin tilvik voru um opinberar viðvaranir eða sektir vegna vöru eða þjónustu | ||
417-3 | Tilfelli þar sem ekki var farið eftir reglum varðandi markaðssetningu | Engin tilvik voru um brot á lögum og reglum um markaðsetningu á bankanum. | ||
Persónuvernd viðskiptavina | ||||
418-1 | Fjöldi kvartana varðandi brot á friðhelgi viðskiptavina og tap á gögnum viðskiptavina | Persónuvernd | ||
Fylgni við reglur og lög vegna umhverfis og samfélags | ||||
419-1 | Sektir vegna þess að ekki er farið eftir lögum og reglum á sviði samfélags- og umhverfismála | Arion banki starfar í samræmi við lög og reglur og á árinu 2018 gerðist bankinn ekki brotlegur við lög og reglur. |