Hlutir og hluthafar

Hlutafé félagsins er 2 milljarðar króna. Hlutafé félagsins tilheyrir allt einum flokki hlutafjár og er hver hlutur ein króna að nafnverði og fylgir honum eitt atkvæði. Hlutafé félagsins er miðlað hjá Nasdaq Iceland en einnig hjá Nasdaq Stockholm í formi sænskra heimildaskírteina (SDR) þar sem eitt SDR jafngildir einum hlut. Í árslok 2018 átti bankinn 186.109.810 hluti sem jafngildir 9,31% af hlutafé félagsins. Enginn atkvæðisréttur fylgir hlutum sem eru í eigu bankans.

Large-hendur-tafl-skak-leikur-hvitt-bak.jpg

Stærstu hluthafar

Skráning hlutabréfa bankans hjá Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm átti sér stað þann 15. júní 2018. Seldur var 28,7% hlutur í bankanum, fyrst og fremst til fjárfesta á Íslandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Skandinavíu og Mið-Evrópu. Um var að ræða fyrstu skráningu íslensks banka á aðalmarkað á Íslandi síðan 2008. Snemma á árinu og fyrir hlutafjárútboðið fór íslenska ríkið (Bankasýsla ríkisins) úr hluthafahópi bankans og er bankinn í dag að fullu í einkaeigu. Hluthafalisti bankans tók miklum breytingum eftir útboðið en síðan þá hafa ekki orðið verulegar breytingar á eignarhaldi. Í árslok var Kaupskil ehf. áfram stærsti hluthafi bankans með 32,67% eignarhlut og eini hluthafinn með meira en 10% eignarhlut. Rúmlega sex þúsund hlutahafar voru í bankanum í árslok 2018.

Stærstu hluthafar - 31. desember 2018 Fjöldi hluta %
Kaupskil ehf. (dótturfélag Kaupþings hf.) 653.471.629 32,67%
Taconic Capital (í gegnum TCA New Sidecar s.á.r.l.) 199.999.999 9,99%
Arion banki hf. 186.109.814 9,31%
Attestor Capital LIp 147.031.406 7,35%
Och-Ziff Capital management 131.522.115 6,58%
Goldman Sachs funds 69.320.379 3,47%
Eaton Vance funds 66.994.016 3,35%
Lansdowne funds 58.941.163 2,95%
Gildi lífeyrissjóður 50.393.399 2,52%
Miton Asset Management funds 27.244.789 1,37%
MainFirst Bank AG 19.885.000 1,00% 


Samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins þann 22. september 2017 er heildaratkvæðisréttur Kaupthing ehf., í gegnum Kaupskil ehf., og Taconic Capital Advisors LP og tengdra aðila takmarkaður við 33%.

Meira en helmingur hluthafa bankans er íslenskur, aðrir hluthafar eru fyrst og fremst frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Svíþjóð. Rétt er þó að taka fram að stærsti hluthafinn er íslenska félagið Kaupthing ehf., í gegnum dótturfélagið Kaupskil ehf., sem er nánast alfarið í eigu alþjóðlegra fjárfesta

Eignarhald eftir löndum
*Að undanskilum eigin hlutum upp á 9,3%

Hlutabréfaviðskipti og árangur

Frá skráningu bankans á almennan hlutabréfamarkað hefur magn hlutabréfaviðskipta verið mjög svipað í kauphöllinni á Íslandi og í Stokkhólmi, eða í heild um 2,5 milljónir hluta að meðaltali á dag.

Eftir skráningu og uppgjör annars ársfjórðungs hækkaði hlutabréfaverðið nokkuð. Hins vegar lækkaði það aftur á tímabilinu frá september til áramóta. Lækkunina má helst rekja til óstöðugleika á bæði innlendum og erlendum fjármálamörkuðum, arðgreiðslu í september og óvissu í ferðaþjónustu á Íslandi. Óvissuna má helst rekja til annars vegar gjaldþrots flugfélags, sem leiddi til niðurfærslna hjá bankanum, og hins vegar rekstrarvanda hjá öðru flugfélagi sem hefur haft mikil áhrif á væntingar markaðarins. Ef hlutabréfaverð Arion banka er hins vegar borið saman við vísitölur sem innhalda hlutabréfaverð banka á Norðurlöndum og Evrópu er hlutabréfaverð bankans búið að þróast með heldur jákvæðari hætti frá skráningu.

Þróun hlutabréfaverðs Arion banka og vísitalna í Evrópu og á Norðurlöndum
Heimild: Bloomberg

Arðgreiðslur og endurkaup

Í febrúar 2018 samþykkti Arion banki tilboð Kaupskila ehf., um að bankinn kaupi 190.000.000 hluti sem jafngildir 9,5% af útgefnu hlutafé í Arion banka á 17,1 milljarð króna. Í mars var einnig greiddur út arður og námu þessar tvær greiðslur samtals 25 milljörðum króna. Heimildina til að framkvæma þessar aðgerðir má rekja til tímabundins ákvæðis í samþykktum félagsins sem samþykkt var á hluthafafundi í febrúar. Í september samþykkti svo hluthafafundur aðra arðgreiðslu að andvirði 10 milljarða króna eða 5 krónur á hlut. Arðgreiðslur og endurkaup námu því á árinu samtals rúmlega 33 milljörðum þegar tekið hefur verið tillit til eigin bréfa.

Gildandi markmið bankans fyrir komandi ár miðast við arðgreiðsluhlutfall sem nemur 50% af hagnaði annað hvort með arðgreiðslum eða endurkaupum á hlutabréfum bankans eða hvorutveggja. Viðbótarútgreiðslur verða skoðaðar þegar eigið fé bankans er umfram kröfur eftirlitsaðila að viðbættum stjórnendaauka bankans.

Dreifing á eignarhaldi út frá fjölda hluta
Stærð eignarhalds Fjöldi hluta Prósentur Fjöldi hluthafa
1 - 5.000
8.765.465
0,4% 4.868
5.001 - 10.000
3.946.586
0,2% 574
10.001 - 20.000
2.550.206
0,1% 171
20.001 - 50.000
4.662.901
0,2% 140
50.001 - 200.000
7.355.709
0,4% 80
200.001 - 500.000
8.703.362
0,4% 31
500.001 - 1.500.000
27.079.641
1,4% 27
1.500.001 - 10.000.000
165.604.707
8,3% 37
10.000.0001 -
1.771.331.423
88,6% 25
Samtals 2.000.000.000
100,0% 5.953


Heimild: Monitor kerfi frá Modular Finance AB. Gögn innihalda upplýsingar frá Euroclear, Nasdaq, Morningstar og sænska fjármálaeftirlitinu (Finansinspektionen).

Hlutabréf Arion banka frá skráningu á almennan markað
2018
Hagnaður á hlut, í krónum 3,89
Arður á hlut, í krónum 5,00
V/H hlutfall 18,46
Markaðsvirði, ma.kr. 141
Markaðsvirði, ma.SEK
10,4


Hlutabréfaverð, 31. desember, kr. á hlut
70,5
     Hlutabréfaverð (í formi SDR2), 31. desember, SEK
5,18
Hæsta hlutabréfaverð á árinu (dagslokaverð), kr. á hlut1
93,6
     Hæsta hlutabréfaverð á árinu (SDR2 dagslokaverð), SEK1
 8,07
Lægsta hlutabréfaverð á árinu (dagslokaverð), kr. á hlut1
70,5
     Lægsta hlutabréfaverð á árinu (SDR2 dagslokaverð), SEK1
5,18
Ávöxtun í árslok, kr.1
-6,0%
     Ávöxtun í árslok (SDR2), SEK1
-15,2%
 
Ávöxtun hluthafa mælt í krónum, %
0,7%
A/V hlutfall mælt í krónum, %
7,1%
Meðalvelta á dag á Nasdaq Iceland (fjöldi hluta)1
1.206.679
     Meðalvelta á dag á Nasdaq Stockholm (fjöldi SDR2)1
1.289.180
Fjöldi útistandandi hluta 31. desember (milljónir hluta)
2.000
     Fjöldi útistandandi SDR2 31. desember (milljónir skírteina)
685
Fjöldi eigin hluta 31. desember (milljónir hluta)
186


1) Frá skráningu bankans á almennan hlutabréfamarkað 15. júní 2018
2) SDR = Sænsk heimildarskírteini, eitt skírteini jafngildir einum hlut