Helstu atburðir ársins 2018

Stafræn vegferð

Arion banki var valinn markaðsfyrirtæki ársins af ÍMARK byggt á árangri við innleiðingu stafrænnar þjónustu í starfsemi bankans.

Á árinu 2018 voru kynntar níu nýjar stafrænar lausnir, og hefur bankinn þar með kynnt til leiks um 20 nýjar lausnir á rúmum tveimur árum. Á árinu nýttu viðskiptavinir bankans sér þjónustu okkar, með einum eða öðrum hætti, 34 milljón sinnum. Í 97% tilvika gerðu þeir það í gegnum stafrænar þjónustuleiðir bankans, eins og Arion appið, netbankann eða vef bankans, og stafræn sala jókst um 125% á árinu. Bankinn fékk þrenn alþjóðleg verðlaun á árinu, BAI Global Innovation Awards og Retail Banker International, fyrir þá stafrænu vegferð sem bankinn er á.

Þróun útibúanetsins

Gerðar voru breytingar á útibúaneti bankans til að bregðast við þeirri miklu umbreytingu sem er að eiga sér stað í fjármálaþjónustu. Útibúum var fækkað og öðrum fundin ný staðsetning. Þannig er markmiðið annars vegar að styrkja svokölluð kjarnaútibú, sem eru stærstu útibú bankans þar sem veitt er alhliða fjármálaþjónusta, og hins vegar að hafa minni útibú sem eru staðsett í leiðinni fyrir okkar viðskiptavini. Í minni útibúum bankans er áhersla á aðstoð við stafrænar þjónustuleiðir og ráðgjöf í gegnum fjarfundi. Útibú bankans í Mosfellsbæ, Garðabæ og Hafnarfirði voru sameinuð kjarnaútibúum bankans á Bíldshöfða í Reykjavík og í Smáranum í Kópavogi. Útibú bankans á Grundarfirði var sameinað útibúinu í Stykkishólmi og útibúið í Ólafsfirði útibúinu á Siglufirði. Opnuð var ný afgreiðsla í Hagkaupi við Litlatún í Garðabæ og afgreiðsla bankans í Vesturbæ Reykjavíkur var endurhönnuð. Báðar þessar afgreiðslur eru undir 40 fermetrum að stærð en veita engu að síður um 90% af þjónustu hefðbundinna útibúa.

Sterk staða á markaði

Arion banki er áfram með leiðandi stöðu á íbúðalánamarkaði hérlendis, hvort heldur sem litið er til vöruþróunar eða umfangs. Bankinn er jafnframt með stærstu markaðshlutdeildina í nokkrum af lykilatvinnugeirum Íslands á fyrirtækjamarkaði og er stefna bankans að lánavöxtur sé sambærilegur við vöxt efnahagslífsins. Arion banki starfrækir að auki stærstu eignastýringu landsins en samstæðan, Arion banki og Stefnir, stýrir í heildina yfir 970 milljörðum króna.

Arion banki er áfram með leiðandi stöðu á íbúðalánamarkaði hérlendis, hvort heldur sem litið er til vöruþróunar eða umfangs.

Arion banki var með mestu hlutdeildina þegar kemur að hlutabréfaveltu í íslensku kauphöllinni þriðja árið í röð. Bankinn leiddi tvenn stærstu fyrirtækjaviðskipti sem gerð hafa verið sl. 10 ár. Annars vegar kaup Regins á dótturfélögum Fast-1 fyrir um 23 milljarða króna og hins vegar kaup N1 á Festi fyrir um 38 milljarða króna, að ógleymdu hlutabréfaútboði Arion banka og tvíhliða skráningu bankans í kauphallir á Íslandi og Svíþjóð. Bankinn hafði jafnframt umsjón með stærstu skuldabréfaútgáfu ársins.

Arion banki var valinn Fjárfestingarbanki ársins 2018 á Íslandi af Euromoney.

Hlutafjárúboð og skráning

Í byrjun árs urðu breytingar á eignarhaldi Arion banka. Nokkrir af stærstu hluthöfum bankans bættu aðeins við sinn hlut, þar á meðal Kaupþing, Arion banki keypti 9,5% af eigin bréfum og íslenska ríkið seldi allan sinn hlut í bankanum.

Á vormánuðum var tilkynnt um áform bankans og Kaupþings um að efna til almenns alþjóðlegs hlutafjárútboðs og skrá bankann í kjölfarið á aðallista Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm. Seldur var um 28,7% hlutur í bankanum og var það fyrst og fremst Kaupþing sem var seljandi en Attestor Capital seldi einnig af sínum hlut. Útboðið gekk vel og var margföld eftirspurn. Um 70% þeirra sem keyptu hlutabréf í bankanum í útboðinu voru fjárfestar frá Bretlandi, Bandaríkjunum, meginlandi Evrópu og Norðurlöndum.

Útboðið gekk vel og var margföld eftirspurn. Um 70% þeirra sem keyptu hlutabréf í bankanum í útboðinu voru fjárfestar frá Bretlandi, Bandaríkjunum, meginlandi Evrópu og Norðurlöndum.

Þann 15. júní var Arion banki tekinn til viðskipta hjá Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm. Um ákveðin tímamót var að ræða, jafnt fyrir bankann sem íslenskt efnahagslíf, þar sem skráningin var sú næststærsta í íslensku kauphöllinni frá upphafi. Jafnframt var þetta fyrsta skráning banka á aðallista kauphallarinnar í rúm 10 ár og fyrsta tvíhliða skráningin á Nasdaq Nordic á sama árabili. Markaðsvirði bankans við skráningu var um 135 milljarðar króna.

Nánar um hutafjárútboð og skráningu

Ábyrg bankaþjónusta

Á árinu 2018 var m.a. unnið að því að fræða starfsfólk um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Haldin voru námskeið og kynningar innan bankans þar sem áhersla var á mikilvægi þess að horfa til allrar virðiskeðju bankans, þeirrar þjónustu sem bankinn veitir sínum viðskiptavinum sem og þeirrar þjónustu sem bankinn sækir til birgja.

Síðla árs 2017 gerðist Arion banki aðili að Meginreglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar, United Nations Principles of Responsible Investments (PRI), sem eru alþjóðleg samtök eignastýringaraðila og fjármagnseigenda um málefni ábyrgra fjárfestinga. Aðild að samtökunum felur í sér að eignastýring bankans undirgengst sex meginreglur samtakanna um ábyrgar fjárfestingar auk þess að vinna gagnsæisskýrslu um hvernig staðið er að ábyrgum fjárfestingum.

Á árinu hefur eignastýring fagfjárfesta hjá Arion banka innleitt í starfshætti sína verklag ábyrgra fjárfestinga sem felur í sér að við eignastýringu er horft til þriggja grunnþátta sjálfbærni; umhverfis-, samfélags- og stjórnarhátta við fjárfestingar í helstu eignaflokkum. Vinna við greiningu á ófjárhagslegum upplýsingum fyrirtækja sem skráð eru á aðalmarkaði íslensku kauphallarinnar stóð jafnframt yfir á árinu. Greiningin er hluti af verklagi um ábyrgar fjárfestingar og mælir frammistöðu skráðra fyrirtækja og markaðarins í heild á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar.

Lánareglur bankans voru endurskoðaðar á árinu og er nú sérstaklega horft til þátta sem snúa að samfélagsábyrgð við lánaákvarðanir.

Arion banki fékk á árinu fyrstur íslenskra banka heimild til að nota jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins eftir að bankinn fékk vottun frá faggildum vottunaraðila, BSI á Íslandi. Bankinn hefur verið vottaður af BSI á Íslandi síðan árið 2015 þegar bankinn fékk fyrst Jafnlaunavottun VR. Þeirri vottun hefur bankinn viðhaldið með reglulegum úttektum.

Arion banki fékk á árinu fyrstur íslenskra banka heimild til að nota jafnlaunamerki velferðarráðuneytisins

Arion banki fékk viðurkenningu frá Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.

Nánar um ábyrga bankaþjónustu

Efnahagur

Arion banki gaf á árinu í fyrsta sinn út skuldabréf sem hluta af eiginfjárþætti 2 að fjárhæð 500 milljónir sænskra króna. Útgáfa skuldabréfanna styrkir eiginfjárgrunn bankans og er áfangi í vegferð hans til að ná fram hagkvæmri skipan eiginfjár. Í mars gaf Arion banki út skuldabréf til fimm ára að upphæð 300 milljónir evra. Umframeftirspurn var eftir skuldabréfunum en í heild bárust tilboð frá ríflega 40 fjárfestum fyrir um 375 milljónir evra.

Arion banki samdi við Citi um ráðgjöf vegna fyrirhugaðra breytinga á eignarhaldi Valitor, dótturfélags Arion banka, sem gætu falið í sér sölu á meirihluta hlutafjár eða öllu hlutafé í Valitor. Gera má ráð fyrir frekari upplýsingum vegna sölunnar á árinu 2019.

Arion banki samdi við Citi um ráðgjöf vegna fyrirhugaðra breytinga á eignarhaldi Valitor, dótturfélags Arion banka, sem gætu falið í sér sölu á meirihluta hlutafjár eða öllu hlutafé í Valitor.

Arion banki tók yfir allar helstu eignir United Silicon þegar bankinn gekk að veðum samkvæmt samkomulagi við skiptastjóra þrotabús félagsins. Nýtt félag, Stakksberg, var stofnað um starfsemi kísilverksmiðjunnar í Helguvík og er markmið Arion banka að vinna að úrbótum á verksmiðjunni og selja hana eins fljótt og auðið er.

Arion banki var í fyrsta sæti yfir fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri, viðurkenning sem veitt var af Keldunni og Viðskiptablaðinu.

Nánar um fjárhagsniðurstöður ársins 2018 

Helstu fréttir ársins 2018